Ertu að skynja þetta?
Reykskynjarar
Þú getur bjargað mannslífum og komið í veg fyrir eldsvoða með reykskynjara. Hafðu hann rétt uppsettan og prófaðu hann að lámarki einu sinni á ári.
Við mælum með að setja reykskynjara í öll rými heimilisins.
Reykskynjarar
Ódýr öryggistæki sem geta bjargað mannslífum
Slökkvitæki
Öflug og geta slökkt í minniháttar eldum.
Flóttaleiðir
Öll heimili ættu að hafa skipulagðar flóttaleiðir og flóttaáætlanir.
Mismunandi tegundir reykskynjara
Óháð gerð reykskynjara, er lykilatriði fyrir öryggi heimilisins eða vinnustaðarins að hafa nægjanlega fjölda virkra reykskynjara á réttum stöðum. Til að virkni reykskynjara sé sem best getur þurft að hafa blöndu af jónískum og optískum skynjurum. Við mælum með að fá ráðgjöf hjá fagaðila eða þeim sem selja reykskynjara. Allir reykskynjarar eiga að vera CE-merktir svo þeir séu löglegir. Hér að neðan má nálgast upplýsingar um tegundir reykskynjara:
Staðsetningar og tegundir reykskynjara
Mælst er til þess að reykskynjarar séu í öllum rýmum og herbergjum heimila. Hér má fræðast um heimilið hvað varðar staðsetningar og tegundir reykskynjara: